2.7.2007 | 09:21
Sorglegt ...
Já góðan daginn þetta er versta sem að getur komið fyrir foreldra en við verðum að hafa eitt hugfast foreldrar þessarar fallegu stúlku skildu hana eftir á hótel herbergi á meðan þau fóru niður að borða ! hver gerir svona þetta er sko ekki í lagi ! maður veit ekkert hvar hún er niður komin ! eða hvort að hún er á lífi þannig að ég get bara ekki annað en verið reið útí þessa vitleysinga en vonast innilega til að þessi stúlka finnist .
Magnað samt að þjófurinn hafi skilað myndinni .
Myndum af Madeleine skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta mjög grimmilegt tal hjá þér. Ekki gleyma því að það var brotist inn hjá þeim og barnið numið á brott, út um gluggann ef ég man rétt. Greinilegt er að sá sem þetta gerði hafði verið búinn að skipuleggja þennan verknað og beðið eftir tækifæri. Ef einhver ætlar að ræna barni og foreldrar barnsins hafa engan grun um það, þá held ég að það sé lítið mál. Þú ert líklega með þín börn hlekkjuð við þig allan sólarhringinn, aldrei stokkið inn í búð og skilið krakkann eftir í læstum bílnum og fl. Þannig að þetta getur ekki komið fyrir þig.
Kv. Snorri
Snorri (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 14:12
Sammála síðasta ræðumanni. Sá yðar, sem sem aldrei verður neitt á, kasti fyrsta grjótinu úr glerhúsinu.
Svartinaggur, 2.7.2007 kl. 14:40
éG ER BARA AÐ SEGJA ÞETTA EIN OG ÞETTA ER sannleikurinn er sár .. pælið aðeins í þessu hefðu þið skilið ykkar börn eftir ef að þið færuð til útlanda ein uppá á hóteli ?? ! þetta er bara ekki rétt og Snorri hlekkjuð ??? það má nú aðeins á milli vera ef að þú mundir skilja þín börn svona eftir þá er eitthvað að ! hún er 4 ára !!!!! og hvenær í ósköpunum sagði ég að mer yrði aldrei á ? þetta er svo mikið rugl að það hálfa væri nó ! ég ítreka það foreldrarnir skildu hana eftir það gerir maður bara ekki . það má vel vera að ég sé dómhörð en það er bara þannig að mer þykir vænt um börn og finnst hræðilegt að sjá svona gerast en þetta hefði ekki gerst hefði þau verið hjá henni ! ég stend alveg hörð á því . vona að stelpu greyið finnist.
Birna G, 2.7.2007 kl. 15:27
Og þú sagði að þetta hefði verið skipulagt og beðið færis þetta færi hefði ekki komið hefðu þau verið heima ! maður tekur ekki séns þegar um börnin er að ræða !
Birna G, 2.7.2007 kl. 15:29
Mér finnst rétt að þú athugir að þau sáu dyrnar á íbúðinni þaðan sem þau sátu, kíktu á börnin á korters fresti, og voru ekki meira en fimm mínútur í burtu. Ef þú pælir í því hefðu þau ekki getað fylgst betur með jafnvel þó þau hefðu sofið í næsta herbergi, því þetta var svo vel skipulagt hjá þeim sem tók barnið. Mér finnst óréttlát að kenna foreldrunum svona um því þú býst auðvitað engan veginn við því að eitthvað svona gerist í evrópuríki (hvað berast margar svona fréttir á ári?) og sorgin er meiri en nóg "refsing".
Dísa (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 16:12
Ef þið skoðið kort af svæðinu þá sjáið þið að foreldrarnir voru varla í 5 mínútna fjarlægð. Sennilega er það nær tveimur. Þannig að hægt var að sjá útidyrnar frá útirestaurantinum sem þau sátu á. Hinsvegar fóru ógeðin inn bakvið.
Haukur Viðar, 2.7.2007 kl. 16:30
OK EIN SPURNING EF AÐ ÞIÐ FÆRUÐ ÚT Í SKEMMTIFERÐ munduð þið skilja börnin eftir?
Birna (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 09:08
Ég held þú náir þessu ekki. Sá/þeir sem rændu henni skipulögðu verknaðinn, hann var engin tilviljun. Þeir hefðu t.d. getað farið inn meðan allir voru sofandi. Ef það er einbeittur brotavilji þá er lítið hægt að gera, þ.e.a.s. ef fórnarlambið hefur ekki minnsta grun um hættuna. Börnum er rænt á á hinum ýmsu stöðum, á leið í skóla, í verslunarmiðstöðum og fl. stöðum. Ég er alveg viss um að foreldran hennar ásaka sig um hvernig fór og munu eflaust gera það alla ævi. En eitt er víst að það voru menn/maður sem brutust inn og rændi stelpunni og þeir/hann eru hinir seku...
Kv. Snorri
Snorri (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.